fim 24. nóvember 2022 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill ekki sjá bróður sinn heima ef Esbjerg fer upp - „Þá hvet ég hann að skoða FH"
Ísak með U21 landsliðinu síðasta sumar.
Ísak með U21 landsliðinu síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir eftir leik með Keflavík í fyrra.
Bræðurnir eftir leik með Keflavík í fyrra.
Mynd: Keflavík
Bræðurnir Sindri Kristinn Ólafsson og Ísak Óli léku saman með Keflavík tímabilin 2017 og 2018 og fyrri hluta tímabilanna 2019 og 2021. Sindri er þremur árum eldri en Ísak.

Markvörðurinn Sindri skiptir í FH á dögunum á meðan miðvörðurinn Ísak hefur verið í Danmörku, fyrst hjá SönderjyskE og svo Esbjerg. Esbjerg er í baráttunni um að komast upp úr dönsku C-deildinni, deild sem liðið ætlar sér ekki að vera meira en eitt tímabil í.

Sindri var til viðtals á Fótbolti.net um liðna helgi og ræddi hann um bróður sinn.

Sjá einnig:
Óréttlætanlegir stjórnunarhættir og mönnum bannað að spila - „Átti bara að vera gönguferð í garðinum"
Sindri talar mjög opinskátt um stöðuna í Keflavík: Tel það vera peningavandamál sem er mjög súrt

„Hann er bara á leiðinni (í FH)," sagði Sindri og hló. „Nei nei, hann er í frábærum málum í Esbjerg, í risaklúbbi sem ætlar sér stóra hluti. Ef þeir fara upp um deild þá vil ég ekki sjá hann heima, en ef þeir ná ekki að tryggja sig upp, sem væri fáránlegt, þá hvet ég hann til að skoða möguleikann að koma í FH. Okkur vantar hafsent."

„Hann er í það góðu liði og það góðum ástæðum - með barn og konu þarna úti og þeim líður rosalega vel. Ef klúbburinn fer ekki upp þá held ég að hann þurfi að skoða sín mál. En þeir stefna hraðbyri upp."

„Hann er í góðum málum, er kominn rosalega vel inn í hópinn, er byrjaður að skora mörk á fullu - og það mikilvægt mörk, þrjú sigurmörk. Hann er orðinn varafyrirliði Esbjerg sem er risalið í Danmörku. Ég held hann eigi að stefna á að fara upp með liðinu og verða goðsögn þarna,"
sagði Sindri.

Esbjerg er í 2. sæti C-deildarinnar, með jafnmörg stig og topplið Aarhus Fremad. Deildin verður tvískipt eftir sex umferð og svo fer fram úrslitakeppni um tvö laus sæti í B-deild.

Viðtalið við Sindra má sjá í heild sinni hér að neðan.
Sindri talar mjög opinskátt um stöðuna í Keflavík: Tel það vera peningavandamál sem er mjög súrt
Athugasemdir
banner
banner
banner