Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
banner
   lau 25. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Evrópuslagur í Tórínó
21. umferð deildartímabilsins á Ítalíu er komin af stað og eru þrír leikir á dagskrá í dag.

Fallbaráttulið SPAL byrjar daginn á heimavelli gegn Bologna. Heimamenn eru aðeins búnir að vinna fjóra leiki í deildinni en tveir sigranna komu í síðustu fjórum umferðum. Bologna er níu stigum ofar, um miðja deild, en hefur ekki enn tekist að vinna fótboltaleik á nýju ári.

Fiorentina, sem tekur á móti Genoa í öðrum leik dagsins, gæti verið að taka við sér eftir herfilega byrjun á tímabilinu. Liðið lagði Napoli á útivelli og er komið níu stigum frá fallsvæðinu. Genoa situr á botninum með 14 stig eftir 20 umferðir.

Lokaleikur dagsins er ekki af verri endanum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Torino tekur þar á móti Atalanta í Evrópubaráttunni.

Torino tapaði fyrir Sassuolo í síðustu umferð og er þremur stigum frá Evrópusæti. Atalanta tapaði óvænt á heimavelli gegn SPAL og situr í fimmta sæti, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Leikir dagsins:
14:00 SPAL - Bologna
17:00 Fiorentina - Genoa
19:45 Torino - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 17 13 0 4 38 15 +23 39
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 17 12 1 4 26 13 +13 37
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Bologna 17 7 5 5 25 17 +8 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 18 6 6 6 18 14 +4 24
10 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
11 Torino 18 6 5 7 20 28 -8 23
12 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 18 2 6 10 18 28 -10 12
19 Verona 17 2 6 9 13 28 -15 12
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner