Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 25. janúar 2020 15:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Við þurfum að kíkja á leikmannamálin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar léku gegn Breiðablik í dag í seinasta leik A-deildar í Fotbolta.net mótinu og endaði sá leikur 4-1 fyrir Breiðablik. Hafnfirðingar stilltu upp blönduðu liði, mikið af ungum leikmönnum sem og margir reyndir leikmenn líka. FH enduðu aðeins með 1 stig af 9 mögulegum.

Óli var spurður hvort gengið í leikjunum þrem væri áhyggjuefni.

" Við erum búnir að spila misjafna leiki í þessu móti, við spiluðum á móti ÍBV sem endaði 0-0, töpum fyrir HK seinustu helgi og núna fyrir Blikunum í dag. Við höfum ekki skorað mikið, fengum Morten Beck inn í fyrsta skipti í dag og ágætt að fá hann inn, en við erum ekki með sóknarlínuna sem menn voru að búast við, hún er ekki í takt. Það er áhyggjuefni að vera ekki að skapa mikið og ekki að skora mikið."

Viktor Segatta hefur verið að spila og æfa með FH undanfarna mánuði og var Óli spurður út í framtíð hans.

"Hann hefur fengið að æfa með okkur FH-ingum og æfði með okkur fyrir jól, sneri sig aðeins á ökkla um daginn og hefur ekki verið með okkur upp á síðkastið en hann er að skoða okkur og við hann og svo eru aðrir möguleikar fyrir hann en ekkert í hendi" Hafði Óli að segja um stöðu Viktors hjá FH.

FH hafa verið að spila mikið af ungum leikmönnum á þessu undirbúningstímabili og marga menn vantað vegna meiðsla og annað, Óli var spurður út í leikmannamálin.

"Við erum að skoða, við vorum með bekk í dag sem voru bara 2.fl strákar og 2-3 í byrjunarliðinu úr 2.fl þannig við erum að leita mikið þangað og þeir eru að leggja sig fram en það er langur vegur ennþá. Menn eins og Atli Guðna, Lennon, Brynjar og Baldur Sig hafa ekkert verið að spila þannig við eigum einhvað í pokanum en við þurfum að kíkja á leikmannamálin." Hafði Óli um það að segja.
Athugasemdir
banner
banner