Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 25. janúar 2020 15:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Við þurfum að kíkja á leikmannamálin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar léku gegn Breiðablik í dag í seinasta leik A-deildar í Fotbolta.net mótinu og endaði sá leikur 4-1 fyrir Breiðablik. Hafnfirðingar stilltu upp blönduðu liði, mikið af ungum leikmönnum sem og margir reyndir leikmenn líka. FH enduðu aðeins með 1 stig af 9 mögulegum.

Óli var spurður hvort gengið í leikjunum þrem væri áhyggjuefni.

" Við erum búnir að spila misjafna leiki í þessu móti, við spiluðum á móti ÍBV sem endaði 0-0, töpum fyrir HK seinustu helgi og núna fyrir Blikunum í dag. Við höfum ekki skorað mikið, fengum Morten Beck inn í fyrsta skipti í dag og ágætt að fá hann inn, en við erum ekki með sóknarlínuna sem menn voru að búast við, hún er ekki í takt. Það er áhyggjuefni að vera ekki að skapa mikið og ekki að skora mikið."

Viktor Segatta hefur verið að spila og æfa með FH undanfarna mánuði og var Óli spurður út í framtíð hans.

"Hann hefur fengið að æfa með okkur FH-ingum og æfði með okkur fyrir jól, sneri sig aðeins á ökkla um daginn og hefur ekki verið með okkur upp á síðkastið en hann er að skoða okkur og við hann og svo eru aðrir möguleikar fyrir hann en ekkert í hendi" Hafði Óli að segja um stöðu Viktors hjá FH.

FH hafa verið að spila mikið af ungum leikmönnum á þessu undirbúningstímabili og marga menn vantað vegna meiðsla og annað, Óli var spurður út í leikmannamálin.

"Við erum að skoða, við vorum með bekk í dag sem voru bara 2.fl strákar og 2-3 í byrjunarliðinu úr 2.fl þannig við erum að leita mikið þangað og þeir eru að leggja sig fram en það er langur vegur ennþá. Menn eins og Atli Guðna, Lennon, Brynjar og Baldur Sig hafa ekkert verið að spila þannig við eigum einhvað í pokanum en við þurfum að kíkja á leikmannamálin." Hafði Óli um það að segja.
Athugasemdir
banner
banner
banner