Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 25. janúar 2020 22:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Sevilla í 3. sætið - Fer Nino tryggði Villarreal 3 stig
Einn leikur hófst klukkan 17:30 í spænsku La Liga í dag. Þá heimsótti Villarreal lið Alaves.

Gestirnir komust yfir með marki frá Carlos Bacca á 10. mínútu en Joselu jafnaði leikinn fyrir heimamenn á 80. mínútu.

Markið sem tryggði sigurinn kom svo mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma þegar Fer Nino kom boltanum í netið fyrir gestina. Fer Nino er nítján ára gamall og hafði komið inn á tveimur mínútum áður hjá gestunum. Góð þrjú stig tryggð fyrir Villarreal.

Í Andalúsíu fengu heimamenn í Sevilla lið Granada í heimsókn. Luuk de Jong og Nolito sáu um markaskorunina fyrir heimamenn sem eru í 3. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Real Madrid og Barcelona.

Önnur úrslit La Liga í dag:
Spánn: Valencia sigraði Barcelona

Sevilla 2 - 0 Granada CF
1-0 Luuk de Jong ('11 )
2-0 Nolito ('34 )

Alaves 1 - 2 Villarreal
0-1 Carlos Bacca ('10 )
1-1 Joselu ('80 )
1-2 Fer Nino ('89 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner