Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 25. janúar 2021 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Hefði verið slæmt fyrir bæði lið að fara í framlengingu
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins í 4-1 sigrinum á Wycombe Wanderers í enska bikarnum í kvöld.

Tottenham tókst að skora þrjú mörk undir lok leiksins til að sleppa við framlengingu en staðan var 1-1 eftir fyrri hálfleikinn. Tvö mörk frá Tanguy Ndombele og eitt frá Harry Winks kom þeim áfram í fimmtu umferð.

Mourinho var ánægður með frammistöðuna og hrósaði Ndombele og Winks sérstaklega.

„Það hefði verið slæmt fyrir bæði lið að fara með leikinn í framlengingu. Það hefði verið erfitt að eiga við okkur eftir að við gerðum skiptingarnar en svo skoruðum við mark og það kom okkur áfram," sagði Mourinho.

„Ndombele er mjög skapandi. Hann er einn af þessum leikmönnum sem getur breytt leikjum. Þeir reyndu að setja mann á hann en hann getur leyst það og svo getur hann skoraði mörk fyrir okkur líka."

„Viðhorf leikmanna frá fyrstu mínútu voru stórkostlegt. Þeir sem voru á bekknum voru einnig með sama hugarfar og vildu leggja sitt af mörkum, þannig þetta var góð frammistaða hjá liðinu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner