Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. janúar 2023 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Svarar umdeildum umboðsmanni fullum hálsi - „Óþarfi að gera þetta persónulegt"
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Kia Joorabchian
Kia Joorabchian
Mynd: Getty Images
Íranski umboðsmaðurinn Kia Joorabchian er ekki mikill aðdáandi Jamie Carragher, sparkspekings á Sky Sports, en hann ákvað að fara í manninn frekar en boltann er hann ræddi við talkSPORT um gagnrýni Carragher á hans störfum hjá Everton á dögunum. Carragher hefur nú svarað honum fullum hálsi.

Þannig er mál með vexti að Carragher ræddi um þá ringulreið sem er í gangi hjá Everton. Þar kom hann inn á hlutverk Joorabchian en hann hefur unnið bakvið tjöldin við leikmannakaup síðasta árið.

Joorabchian mætti í viðtal til talkSport og lét Carragher heyra það.

„Þegar Simon segir eitthvað þá virði ég það, því hann er fróð manneskja, ólíkt einhverjum eins og Jamie Carragher, sem býr í glerhúsi, hrækir út um glugga og fræðir sig ekki áður en hann tjáir sig,“ sagði Joorabchian á talkSport.

Carragher var fljótur að jarða hann á Twitter. Joorabchian hefur unnið sem bæði umboðsmaður og sem ráðgjafi fyrir hin ýmsu fótboltafélög, þar á meðal QPR, Everton og Arsenal, en þar benti hann einmitt á árangur hans þar. Þessi umdeildi umboðsmaður kom þá að félagaskiptum Philppe Coutinho frá Liverpool til Barcelona.

„Kia, það er algjörlega óþarfi að gera þetta persónulegt. Ég er bara að greina hlutverk þitt hjá klúbbunum. Þú hefur átt þátt í því að hjálpa Everton að komast á botninn í úrvalsdeildinni ásamt því að hafa unnið fyrir QPR sem endaði með því að liðið féll,“ sagði Carragher.

„Kaup þín hjá Arsenal komu liðinu í 8. sæti en nú þegar þeir leikmenn eru horfnir á braut er liðið á toppnum. Ég verð líka að þakka þér fyrir þitt hlutverk að fara með Coutinho til Barcelona því Liverpool vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina, þannig þú ert alveg góður fyrir sum félög,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner