Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 25. janúar 2025 14:35
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Norwich gekk frá Swansea á síðasta hálftímanum
Norwich City vann frábæran 5-1 sigur á Swansea í ensku B-deildinni í dag, en heimamenn gerðu út um leikinn á síðasta hálftímanum og fara upp um þrjú sæti á töflunni.

Bandaríski sóknarmaðurinn Josh Sargent kom Norwich á bragðið undir lok fyrri hálfleiks áður en Liam Cullen jafnaði á 62. mínútu leiksins.

Norwich brást strax við með öðru marki Sargent aðeins mínútur síðar og þá skoruðu þeir Lewis Dobbin, Ante Crnac og Emiliano Marcondes þrjú mörk á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

Kanarífuglarnir fara upp í 9. sæti deildarinnar með 39 stig en Swansea er í 17. sæti með 34 stig.

Mihailo Ivanovic var þá hetja Millwall í 1-0 sigrinum á Luton í Lundúnum í dag.

Gestirnir í Millwall fengu fullkomið tækifæri til að taka forystuna eftir rúman hálftíma er liðið fékk vítaspyrnu en Aaron Connolly, sem hafði komið inn á sem varamaður stundarfjórðungi áður, klikkaði af punktinum.

Sem betur fer fyrir hans menn þá gerði Ivanovic sigurmarkið hálftíma fyrir leikslok og kom Millwall upp í 15. sæti deildarinnar.

Stoke City og Oxford United gerðu þá markalaust jafntefli á Bet365-leikvanginum í Stoke on Trent.

Luton 0 - 1 Millwall
0-0 Aaron Connolly ('34 , Misnotað víti)
0-1 Mihailo Ivanovic ('61 )

Norwich 5 - 1 Swansea
1-0 Josh Sargent ('44 )
1-1 Liam Cullen ('62 )
2-1 Josh Sargent ('63 )
3-1 Lewis Dobbin ('77 )
4-1 Ante Crnac ('84 )
5-1 Emiliano Marcondes ('87 )

Stoke City 0 - 0 Oxford United
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 10 4 1 40 13 +27 34
2 Middlesbrough 15 8 5 2 19 13 +6 29
3 Stoke City 15 8 3 4 21 10 +11 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Ipswich Town 14 6 5 3 26 16 +10 23
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Charlton Athletic 15 6 5 4 16 12 +4 23
10 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
11 Birmingham 15 6 3 6 20 17 +3 21
12 Leicester 15 5 6 4 18 16 +2 21
13 Wrexham 15 5 6 4 20 19 +1 21
14 West Brom 15 6 3 6 14 16 -2 21
15 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Southampton 15 4 6 5 18 21 -3 18
18 Swansea 15 4 5 6 15 19 -4 17
19 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
20 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
21 Oxford United 15 3 4 8 16 22 -6 13
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 15 2 3 10 14 23 -9 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir