Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. febrúar 2020 14:27
Magnús Már Einarsson
Woodward bjartsýnn á árangur undir stjórn Solskjær
Ed Woodward.
Ed Woodward.
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, segir að félagið geti náð árangri til lengri tíma undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Manchester United tilkynnti í dag að tekjur félagsins hefðu dregist saman um 12% í fyrra en þar munar mest um að liðið var ekki í Meistaradeildinni.

Woodward er vongóður um að Manchester United endi tímabilið vel en liðið er ennþá í Evrópudeildinni og enska bikarnum sem og í baráttu um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni.

„Við viljum ná sterkum endaspretti í úrvalsdeildinni, Evrópudeildinni og enska bikarnum núna þegar við nálgumst þriðja hluta tímabilsins," sagði Solskjær.

„Við höfum haldið áfram að endurbyggja hópinn okkar og það hafa verið miklar breytingar með leikmönnum sem við höfum fengið til liðs við okkur og leikmönnum sem hafa komið úr akademíunni. Grunnurinn er til staðar til að ná árangri til lengri tíma og við erum að vinna í áætlun og fótboltahugmyndafræði okkar með Ole."
Athugasemdir
banner
banner
banner