Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Fannst dómarinn ekki hæfur til að dæma leikinn - „Hann er ekki brotinn“
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var óánægður með dómgæsluna hjá Chris Kavanagh og teymi hans á Wembley í dag.

Þýski stjórinn nefndi þar sérstaklega atvik sem gerði í fyrri hálfleiknum er Moises Caicedo fór í ljóta tæklingu á Ryan Gravenberch.

Ekkert var dæmt og slapp þá Caicedo við gult spjald. Gravenberch var fluttur af vellinum á sjúkrabörum, en útlitið er ekkert sérlega gott.

„Það voru tvö lið að berjast af krafti og dómarinn var einfaldlega ekki hæfur til að dæma þennan leik. Þetta var ekki einu sinni brot. Síðan kom fjórði dómarinn til mín að útskýra af hverju þeir gátu ekki gefið spjald fyrir þetta...góð hugmynd. Þessi staða var augljós fyrir mér og í raun allt sem þú þarft til að gefa spjald,“ sagði Klopp.

Klopp hefur sennilega ekki verið hrifinn af því að Kavanagh fengi að dæma þennan leik, en hann hefur oft verið heitur á hliðarlínunni í þeim leikjum sem Kavanagh hefur dæmt og nú síðast í 1-1 jafntefli gegn Arsenal fyrir nokkrum mánuðum er Liverpool fékk ekki vítaspyrnu er Martin Ödegaard handlék boltann í eigin teig.

„Gravenberch fór í myndatöku. Þetta er ekki brotið en það var eitthvað með liðböndin. Mér líður illa, en allt annað var mjög gott,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner