Oliver Glasner nýráðinn stjóri Crystal Palace var að vonum ánægður með sigur liðsins í sínum fyrsta leik þegar liðið lagði Burnley með þremur mörkum gegn engu í gær.
Crystal Palace var manni fleiri frá 35. mínútu þegar Josh Brownhill var rekinn af velli en fyrsta markið kom ekki fyrr en í síðari hálfleik.
„Stuðningsmennirnir voru svo háværir og voru að styðja okkur svo leikmennirnir geta gleymt því að halda jafnvægi í leiknum. Það var frábært hvernig við nældum í rauða spjaldið, sóttum hátt upp völlinn, frábær andi í liðinu," sagði Glasner.
„Þeir reyndu að gera allt sem greinandinn var búinn að undirbúa fyrir þá. Við vorum fullkomlega undirbúnir, ég hef bara verið hérna í þrjá daga svo allt hrós til starfsfólksins og leikmannana."
Glasner sló á létta strengi í lokin.
„Stuðningsmennirnir voru ánægðir að sjá leikmennina berjast og spila fram á við. Stuðningsmennirnir voru ánægðir, þetta er það sem við viljum. Þetta var frábært laugardagskvöld fyrir þá og nú geta þeir farið á barinn og fengið sér einn til tvo bjóra, frábær byrjun á helginni," sagði Glasner léttur í bragði.