Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   sun 25. febrúar 2024 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lautaro skoraði tvö í sigri Inter - Svekkjandi jafntefli hjá Napoli
Lautaro Martínez heldur áfram að raða inn mörkum
Lautaro Martínez heldur áfram að raða inn mörkum
Mynd: EPA
Argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martínez skoraði tvisvar er Inter vann öruggan 4-0 sigur á Lecce í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Martínez hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu og sýndi það í dag. Hann skoraði fyrsta mark Inter á 15. mínútu leiksins.

Framherjinn fékk stungusendingu í gegn og náði að renna sér í boltann og koma honum þannig framhjá markverði Lecce. Davide Frattesi gerði annað marki á 54. mínútu áður en Martínez gerði annað mark sitt tveimur mínútum síðar.

Stefan de Vrij gerði síðan algerlega út um leikinn með skalla eftir hornspyrnu á 67. mínútu og þar við sat. Inter er með níu stiga forystu á toppnum en Lecce í 14. sæti.

Cagliari og Napoli gerðu þá 1-1 jafntefli. Victor Osimhen skoraði mark Napoli á 66. mínútu en Zito Luvombo eyðilagði fyrir meisturunum með marki undir lok leiks. Napoli er í 9. sæti með 37 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Cagliari 1 - 1 Napoli
0-1 Victor Osimhen ('66 )
1-1 Zito Luvumbo ('90 )

Lecce 0 - 4 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('15 )
0-2 Davide Frattesi ('54 )
0-3 Lautaro Martinez ('56 )
0-4 Stefan de Vrij ('67 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner