mið 25. mars 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ferdinand ráðleggur Liverpool að kaupa Werner
Timo Werner er eftirsóttur
Timo Werner er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Enski sparkspekingurinn Rio Ferdinand ráðleggur enska félaginu Liverpool að kaupa Timo Werner, framherja RB Leipzig, í sumar en hann ræddi um leikmanninn á Instagram Live.

Werner er 24 ára gamall og hefur verið að raða inn mörkum fyrir Leipzig síðustu árin.

Hann hefur skorað 88 mörk í 150 leikjum fyrir félagið og er nú þegar kominn með 27 mörk á þessari leiktíð.

Chelsea og Liverpool hafa sýnt honum áhuga en hann gæti verið falur fyrir 50 milljón punda.

„Ég sá hann gegn Tottenham í Meistaradeildinni og ég varð strax heillaður af honum. Hreyfingarnar og hvað hann er þroskaður á vellinum auk þess sem hann er með mikinn hraða. Hann hefði átt að skora annað mark gegn Tottenham," sagði Ferdinand.

„Ef ég væri að stýra Liverpool þá myndi ég taka hann. Það er klárt og ef einn af þremur fremstu hjá þeim meiðist þá eru þeir ekki með neinn til að leysa af. Ég býst við meira frá Divock Origi og þá gætu Salah og Mane farið en það er alveg nóg af leikjum á tímabilinu fyrir Werner til að brjóta sér leið í liðið," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner