Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 25. mars 2023 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Kósovó náði jafntefli í Ísrael - Steffen með þrennu
Svisslendingar unnu öruggan sigur í Hvíta-Rússlandi.
Svisslendingar unnu öruggan sigur í Hvíta-Rússlandi.
Mynd: EPA
Tyrkir voru heppnir að sigra sinn leik gegn Armeníu, sem er án Henrikh Mkhitaryan eftir að hann lagði landsliðsskóna á hilluna.
Tyrkir voru heppnir að sigra sinn leik gegn Armeníu, sem er án Henrikh Mkhitaryan eftir að hann lagði landsliðsskóna á hilluna.
Mynd: EPA

Þremur leikjum var að ljúka í undankeppni EM 2024 þar sem Renato Steffen skoraði þrennu í stórsigri Sviss á útivelli gegn Hvíta-Rússlandi.


Steffen skoraði þrennuna á fyrsta hálftíma leiksins og stóðu Svisslendingar uppi sem þægilegir sigurvegarar að lokum. Granit Xhaka komst einnig á blað í síðari hálfleik þar sem hann skoraði og lagði upp og urðu lokatölur 0-5.

Muhammed Kerem Aktürkoglu gerði þá sigurmark Tyrklands á útivelli gegn Armeníu. Tyrkir lentu undir snemma leiks en náðu að snúa stöðunni við þrátt fyrir mikið jafnræði með liðunum innan vallar.

Að lokum náði Kósovó frábæru jafntefli í Ísrael. Gestirnir frá Kósovó tóku forystuna í fyrri hálfleik en Dor Peretz jafnaði fyrir Ísrael og urðu lokatölurnar 1-1.

Armenía 1 - 2 Tyrkland
1-0 Ozan Kabak ('10 , sjálfsmark)
1-1 Orkun Kokcu ('35 )
1-2 Muhammed Kerem Akturkoglu ('64 )

Ísrael 1 - 1 Kósovó
0-1 Eliazer Dasa ('36 , sjálfsmark)
1-1 Dor Peretz ('56 )

Belarús 0 - 5 Sviss
0-1 Renato Steffen ('4 )
0-2 Renato Steffen ('17 )
0-3 Renato Steffen ('29 )
0-4 Granit Xhaka ('62 )
0-5 Mohamed Amdouni ('65 )


Athugasemdir
banner
banner