Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 25. apríl 2014 12:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: Valur
Haukur Páll Sigurðsson er algjör lykilmaður.
Haukur Páll Sigurðsson er algjör lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Lúðvíksson.
Magnús Már Lúðvíksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingurinn James Hurst.
Englendingurinn James Hurst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Kárason.
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Kárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson með knöttinn í leik gegn KR.
Sigurður Egill Lárusson með knöttinn í leik gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson.
Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Valur endi í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Valur fékk 106 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Daði Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guðmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Tryggvi Guðmundsson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Valur 106 stig
6. ÍBV 73 stig
7. Fram 66 stig
8. Keflavík 63 stig
9. Þór 58 stig
10. Fylkir 52 stig
11. Víkingur 32 stig
12. Fjölnir 25 stig

Um liðið: Valsmenn enduðu í fimmta sæti í fyrra og setja stefnuna hærra í ár. Magnús Gylfason er að fara í sitt annað ár sem þjálfari liðsins og hefur stöðugleikinn í leikmannahópnum verið mun meiri en tíðkast hefur á Hlíðarenda. Valur hefur alls 20 sinnum orðið Íslandsmeistari en það gerðist síðast 2007.

Hvað segir Tryggvi? Tryggvi Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Styrkleikar: Þetta hefur alls ekki verið þessi týpíski vetur hjá Val þar sem nánast öllu liðinu er skipt út og nýir menn koma í staðinn. Það hefur verið helsti veikleikinn undanfarin ár. Valur hefur góða leikmenn sem eru máttarstólpar liðsins, eru með mann með landsleiki og mikla reynslu. Liðið er með stóran og fínan hóp og býr yfir breidd þar sem margir gera tilkall til byrjunarliðssætis.

Veikleikar: Þar sem breiddin er styrkleiki gæti það þó orðið tvíeggja sverð. Það eru margir að gera tilkall til byrjunarliðssætis og það gæti orðið verkefni fyrir Magga að halda öllum góðum. Valsmenn hafa lengi verið í leit að afgerandi markaskorara og hann virðist ekki enn vera fundinn.

Lykilmenn: Haukur Páll Sigurðsson er algjör lykilmaður. Magnús Már Lúðvíksson er í stóru hlutverki og svo er James Hurst einn af betri bakvörðum úrvalsdeildarinnar.

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að fylgjast með öðru ári Magga Gylfa og hvort hann nái lengra með liðið í fyrra. Nú hefur verið minna rót á liðinu en venja er. Það er klárlega rétt markmið að reyna að ná Evrópusæti með þennan mannskap.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir - Kristján Hafþórsson (Krissi Haff)
„Ég hef hrikalega góða tilfinningu fyrir fótboltasumrinu. Þetta verður sumar sem verður lengi í minnum haft fyrir gríðarlega spennu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu á toppi sem og botni. Fallegur fótbolti, gleði og hamingja mun einkenna Pepsi-deildina í sumar."

„Mér líst hrikalega vel á Vals-liðið í sumar. Leikmannahópurinn er blanda af ungum og efnilegum leikmönnum og reynsluboltum og líst mér mjög vel á nýju leikmennina sem gengu til liðs við Val í vetur. Maggi Gylfa er að gera frábæra hluti með liðið. Ég spái því að Valur endi í 3. sæti og verði bikarmeistari. Það verður samba fótbolti á Hlíðarenda í sumar!. Áfram Valur."

Völlurinn:
Valur leikur heimaleiki sína á Vodafone vellinum á Hlíðarenda. Hann tekur 1201 áhorfendur í sæti auk þess sem stæði eru undir þaki stúkunnar fyrir 40 manns.


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Fannar Bjarki Pétursson frá Leikni F.
Halldór Hermann Jónsson frá Fram
James Hurst frá Crawley Town
Kristinn Ingi Halldórsson frá Fram
Mads Nielsen frá Bröndby

Farnir:
Ásgeir Þór Magnússon
Guðmundur Þór Júlíusson í Fjölni (Var á láni)
Jónas Tór Næs
Matthías Guðmundsson í Hauka
Patrick Pedersen (Var á láni)
Stefán Ragnar Guðlaugsson í Fylki



Leikmenn Vals sumarið 2014:
Fjalar Þorgeirsson
Andri Fannar Stefánsson
Arnar Sveinn Geirsson
Bjarni Ólafur Eiríksson
Fannar Bjarki Pétursson
Fjalar Þorgeirsson
Gunnar Gunnarsson
Halldór Geir Heiðarsson
Halldór Hermann Jónsson
Haukur Ásberg Hilmarsson
Haukur Páll Sigurðsson
Iain James Williamson
Indriði Áki Þorláksson
James Hurst
Kolbeinn Kárason
Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn Ingi Halldórsson
Lucas Ohlander
Mads Lennart Nielsen
Magnús Már Lúðvíksson
Marteinn Högni Elíasson
Nesta Matarr Jobe
Ragnar Þór Gunnarsson
Sigurður Egill Lárusson
Sindri Scheving

Leikir Vals sumarið 2014:
4. maí KR - Valur
8. maí Valur – Keflavík
11. maí Fjölnir – Valur
19. maí Valur – Fram
22. maí Stjarnan – Valur
2. júní Valur – Fylkir
9. júní ÍBV – Valur
15. júní Valur – Víkingur R.
22. júní Þór – Valur
27. júní FH - Valur
14. júlí Valur - Breiðablik
19. júlí Valur –KR
27. júlí Stjarnan - ÍBV
6. ágúst Valur - Fjölnir
11. ágúst Fram - Valur
18. ágúst Valur - Stjarnan
24. ágúst Fylkir - Valur
31. ágúst Valur - ÍBV
14. september Víkingur R. - Valur
21. september Valur - Þór
28. september Valur - FH
4. október Breiðablik – Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner