Það kom óvænt tilkynning frá Val í morgun um að markvörðurinn Frederik Schram hefði gert þriggja ára samning við Val. Frederik yfirgaf Val í fyrra og gekk í raðir danska félagsins FC Roskilde.
„Hlutirnir hafa gerst mjög hratt síðasta sólarhringinn og margar ákvarðanir þurfti að taka í flýti," segir Frederik við heimasíðu danska félagsins.
„Stundum gerast hlutirnir hratt í fótboltanum. Það var ekki áætlunin að yfirgefa FC Roskilde og Danmörku aftur. Einstakt tækifæri bauðst til að snúa aftur í Val og FC Roskilde sýndi mikinn samstarfsvilja og svo allt gekk upp."
„Hlutirnir hafa gerst mjög hratt síðasta sólarhringinn og margar ákvarðanir þurfti að taka í flýti," segir Frederik við heimasíðu danska félagsins.
„Stundum gerast hlutirnir hratt í fótboltanum. Það var ekki áætlunin að yfirgefa FC Roskilde og Danmörku aftur. Einstakt tækifæri bauðst til að snúa aftur í Val og FC Roskilde sýndi mikinn samstarfsvilja og svo allt gekk upp."
Anders Theil, íþróttastjóri Roskilde, talar einnig um að hlutirnir hafi gerst hratt og það hafi ekki verið ætlunin að selja Frederik.
„Við erum áánægðir fyrir hans hönd því það var hans ósk að fara til Vals eftir að tækifærið bauðst. Það kom tilboð sem við og hann gátum ekki hafnað," segir Theil og óskar Frederik alls hins besta.
Athugasemdir