Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. maí 2019 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern vann Leipzig í úrslitum
Mynd: Getty Images
RB Leipzig 0 - 3 FC Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('29)
0-2 Kingsley Coman ('78)
0-3 Robert Lewandowski ('85)

FC Bayern München er búið að tryggja sér þýska bikarinn í 19. sinn eftir 0-3 sigur á RB Leipzig í úrslitaleiknum.

Bayern var betra liðið í fjörugum leik og skoraði Robert Lewandowski eina mark fyrri hálfleiksins með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá David Alaba.

Kingsley Coman sýndi magnaða tækni og tvöfaldaði forystuna á 78. mínútu, skömmu áður en Lewandowski innsiglaði sigurinn endanlega með marki úr skyndisókn.

Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern vinnur bikarinn síðan 2016. Liðið tapaði úrslitaleiknum gegn Eintracht Frankfurt í fyrra. Niko Kovac, þjálfari Bayern, var þá við stjórnvölinn hjá Frankfurt. Hann er fyrsti þjálfari sögu þýska boltans til að vinna bikarinn tvö ár í röð með mismunandi liðum.
Athugasemdir
banner