Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 25. maí 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland í dag - Vinnur Bayern tvöfalt?
Í kvöld fer fram úrslitaleikur þýska DFB bikarsins á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen og RB Leipzig, sem endaði í þriðja sæti þýsku Bundesliga.

Bayern Munchen tapaði óvænt fyrir Eintracht Frankfurt í bikarúrslitaleiknum fyrir ári síðan og ætlar sér að klára titilinn í ár. Bayern vann bikarinn síðast fyrir þremur árum og hefur alls unnið keppnina átján sinnum.

RB Leipzig er tiltölulega nýtt félag og hefur aldrei áður komist í bikarúrslitaleikinn. Annað félag frá Leipzig, 1. FC Lokomotive Leipzig vann bikarinn einu sinni, árið 1936.

Bayern hefur slegið út úrvalsdeildarfélögin Hertha Berlin og Werder Bremen á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á meðan Leipzig hefur slegið út Hoffenheim, Wolfsburg, Augsburg og svo lið Hamburger SV, sem leikur í 2. Bundesliga í undanúrslitum.

Pierre-Michel Lasogga, leikmaður Hamburger SV, er markahæstur í bikarnum með sex mörk. Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen, er næstmarkahæstur með fimm mörk.

Þýskaland DFB bikarinn - laugardagur 25. maí
18:00 RB Leipzig - Bayern Munchen
Athugasemdir