Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 25. maí 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn eiga rétt á því að mæta ekki til æfinga
Troy Deeney er ekki tilbúinn að æfa.
Troy Deeney er ekki tilbúinn að æfa.
Mynd: Getty Images
Íþróttafólk í fremstu röð á rétt á því að sleppa æfingum ef það kýs svo. Þetta kemur fram í ráðleggingum ríkisstjórnar Bretlands þar sem opnuð er leið að endurkomu enska boltans.

Íþróttamálaráð Bretlands hefur opinberað stig tvö varðandi upplýsingar fyrir æfingar íþróttaliða. Stefnt er að því að í júní geti enska úrvalsdeildin farið aftur af stað.

Troy Deene hjá Watford og N'Golo Kante hjá Chelsea eru meðal þekktra leikmanna sem hafa kosið að snúa ekki aftur til æfinga. Báðir hafa fengið stuðning sinna þjálfara.

FIFPro leikmannasamtökin hafa lýst yfir áhyggjum af því að íþróttamenn gætu fundið fyrir þrýstingi um að snúa aftur til æfinga, gegn vilja þeirra.

En í ráðleggingum ríkisstjórnarinnar segir að í stigi tvö eigi allir íþróttamenn og starfsmenn rétt á því að mæta ekki til æfinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner