Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 25. maí 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Risaleikur í þýska boltanum á morgun
Hansi Flick, þjálfari Bayern München, segir að stórleikurinn gegn Borussia Dortmund á morgun sé ekki úrslitaleikur.

Bayern tekur á móti Dortmund klukkan 16:30 að íslenskum tíma en Bæjarar geta með sigri komist sjö stigum á undan Dortmund þegar sex umferðir verða eftir.

„Sama hver úrslitin verða þá verður ekkert ákveðið í þessum leik," segir Flick.

Dortmund vonast eftir því að miðvörðurinn Mats Hummels verði leikfær en hann fór meiddur af velli í 2-0 sigri gegn Wolfsburg síðasta laugardag.

Bayern náði að endurheimta fjögurra stiga forystu sína síðar um daginn með því að vinna Eintracht Frankfurt. Liðið stefnir á að ná sínum áttunda þýska meistaratitli í röð en hann yrði sá fyrsti undir stjórn Flick en hann tók við af Niko Kovac í nóvember.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner