Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 25. maí 2022 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjórn KSÍ: Viðkomandi gert að stíga til hliðar ef meint brot eru til rannsóknar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á heimasíðu KSÍ má sjá eftirfarandi texta. Stjórn KSÍ hefur samþykkt viðbragðsáætlun sambandsins sem tekur strax gildi.

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.

Stjórn KSÍ leggur mikla áherslu á að vandað sé til verka og að málið sé áfram unnið af ábyrgð, fagmennsku og yfirvegun.

Morgunblaðið greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmennirnir Rúnar Már Sigurjónsson og Sverrir Ingi Ingason hafi verið á lista vegna meintra ofbeldis- og kynferðisbrota sem aðgerðahópurinn Öfgar sem sendi á stjórn KSÍ á síðasta ári.

Smelltu hér til að lesa fundargerðir og dagskrá funda
Athugasemdir
banner
banner