Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. maí 2022 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Svava Rós fór meidd af velli í fyrri hálfleik - Lilleström í góðum gír
Svava Rós fór meidd af velli
Svava Rós fór meidd af velli
Mynd: Brann
Hólmbert er á toppnum
Hólmbert er á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik er Brann vann Roa, 2-0, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið situr á toppnum eftir ellefu umferðir.

Svava var í byrjunarliði Brann í dag en þurfti að fara af velli á 26. mínútu vegna meiðsla.

Brann er á toppnum með 31 stig eftir fyrstu ellefu leikina en ekki er ljóst hvort meiðslin séu af alvarlegum toga.

Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði Rosenborg sem vann Lilleström, 1-0. Selma fór af velli á 69. mínútu en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 25 stig.

Ingibjörg Sigurðardóttir lék þá allan leikinn í 4-1 sigri Vålerenga á Stabæk. Vålerenga situr í 2. sæti með 28 stig.

Hólmbert á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag

Hólmbert Aron Friðjónsson og hans menn í Lilleström eru á toppnum í norsku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Vålerenga í dag.

Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliði Vålerenga á meðan Viðar Örn Kjartansson byrjaði á bekknum.

Viðar Örn kom inná sem varamaður á 66. mínútu og þá kom Hólmbert inná hjá Lilleström á 82. mínútu í stöðunni 2-0. Lilleström er í efsta sæti með 23 stig en Vålerenga í 10. sæti með 10 stig.

Bodö/Glimt og Strömsgodset gerðu þá 2-2 jafntefli. Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt og Ari Leifsson sömuleiðis hjá andstæðingunum í Strömsgodset. Strömsgodset er í 4. sæti með 14 stig en norsku meistararnir í 6. sæti með 13 stig.

Vking er í öðru sæti eftir 1-1 jafntefli við Hamkam. Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári Friðjónsson byrjuðu báðir hjá Viking en Samúel fór af velli á 86. mínútu. Viking er með 21 stig, tveimur stigum á eftir Lilleström sem er á toppnum.

Bjarki Steinn Bjarkason sat þá allan timann á varamannabekk Catanzaro sem gerði markalaust jafntefli við Padova í undanúrslitum í umspili um sæti í B-deildina. Liðin mætast öðru sinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner