mið 25. maí 2022 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Tveir Framarar í banni gegn Val
Tryggvi Snær Geirsson verður í banni gegn Val
Tryggvi Snær Geirsson verður í banni gegn Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í gær en þar voru fjórir leikmenn Bestu deildar karla úrskurðaðir í eins leiks bann.

Alex Freyr Elísson og Tryggvi Snær Geirsson, leikmenn Fram, fengu báðir eins leiks bann en þeir náðu sér í fjórðu áminninguna á tímabilinu í 4-3 tapinu gegn Breiðabliki um helgina.

Þeir verða því ekki með gegn Val á sunnudaginn en liðin eigast við á Framvellinum í Úlfarsárdal.

Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður ÍA, er þá í banni eftir að hann fékk rautt spjald gegn ÍBV í síðustu umferð og verður ekki með gegn Keflavík og þá verður Elvis Okello Bwomono, leikmaður ÍBV, einnig í banni er liðið mætir gegn Stjörnunni á sunnudag en hann fékk einnig að líta rauða spjaldið í leiknum gegn ÍA.

Saga Líf Sigurðardóttir, leikmaður Þór/KA, fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hún fékk gegn ÍBV og verður því ekki með gegn Keflavík eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner