Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 25. maí 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Anna Rakel Pétursdóttir.
Anna Rakel Pétursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katie Cousins.
Katie Cousins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll á fjóra fulltrúa í liði umferðarinnar - í boði Steypustöðvarinnar - í Bestu deild kvenna eftir flottan 1-0 sigur á Stjörnunni, sem var spáð efsta sæti deildarinnar fyrir mótið.

Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Stólanna, er í liði umferðarinnar ásamt markverðinum Monicu Wilhelm og sóknarmanninum Murielle Tiernan sem skoraði sigurmarkið. Þá er Halldór Jón Sigurðsson þjálfari umferðarinnar.Fjórir leikmenn eru í liði umferðarinnar í annað sinn í sumar en það á við um bæði Önnu Rakel Pétursdóttur og Þórdísi Elvu Ágústsdóttur úr Val sem léku vel í 2-0 sigri gegn ÍBV á Hlíðarenda.

Madison Elise Wolfbauer er þá í liðinu í annað sinn í sumar en hún lék vel á miðsvæðinu í sigri Keflavíkur á Selfossi. Caroline van Slambrouck var maður leiksins í þeim leik og Linli Tu gerði sigurmarkið.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir átti flottan leik í dramatískum sigri Breiðabliks á FH en Mackenzie George skoraði bæði mörk FH í leiknum sem endaði 3-2.

Þá var Katie Cousins maður leiksins í sigri Þróttar gegn Þór/KA í Laugardalnum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner