Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Aubameyang bestur í Evrópudeildinni
Mynd: EPA
Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Marseille, var valinn besti leikmaður Evrópudeildarinnar þetta tímabilið.

Aubameyang, sem er 34 ára gamall, skoraði 10 mörk og gaf þrjár stoðsendingar er Marseille komst í undanúrslit keppninnar.

Í febrúar varð framherjinn markahæsti leikmaður í sögu Evrópudeildarinnar er hann skoraði í 3-1 sigri Marseille á Shakhtar Donetsk.

Hann er nú með 34 mörk í keppninni, fjórum meira en Radamel Falcao.

UEFA, fótboltasamband Evrópu, valdi besta Aubameyang besta leikmann tímabilsins í Evrópudeildinni.

Florian Wirtz, leikmaður Bayer Leverkusen, var besti ungi leikmaður tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner