Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 25. maí 2024 19:24
Sævar Þór Sveinsson
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst allt annað lið koma út í seinni hálfleikinn og heilt yfir bara pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 2-2 jafntefli gegn KR í 8. umferð Bestu deildar karla í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Vestri

KR var með þægilega 2-0 forystu um miðbik seinni hálfleiks. Síðan skoraði Tufegdzic úr vítaspyrnu og nokkrum mínútum síðar var Pétur Bjarnason búinn að jafna metin fyrir Vestra.

Að skora mark hjálpar alltaf og við áttum bara verðskuldað víti. Klaufalegt brot hjá markmanni KR en eins og ég segi þá breyta mörk leikjum og það gerði það í dag.

Davíð Smári talaði einnig um þau miklu ferðalög sem liðið hefur þurft að fara í samanborið við önnur lið í deildinni.

Við erum búnir að ferðast einhverja 30 þúsund kílómetra síðan í janúar og það er ekki auðvelt. Ég held að það sjái það allir að það er ekki auðvelt fyrir liðið okkar.

Að geta komið hérna í seinni hálfleik á móti liðinu sem allir eru að tala um að sé í sínu besta standi og ná að sprengja þá soldið hérna í seinni hálfleik. Ég held að það sýni bara ofboðslega mikinn vilja og kraft og þor. Þannig ég er bara gríðarlega sáttur með það.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en beðist er afsökunar á vindhljóðunum sem heyrast við og við í myndbandinu.


Athugasemdir
banner
banner