Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   þri 25. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Copa America: Kólumbía byrjar á sigri - Kosta Ríka lagði rútunni gegn Brasilíu
Brasilía fór illa að ráði sínu
Brasilía fór illa að ráði sínu
Mynd: Getty Images
James Rodriguez lagði upp bæði mörk Kólumbíu
James Rodriguez lagði upp bæði mörk Kólumbíu
Mynd: EPA
Kólumbía vann fyrsta leik sinn í Copa America-keppninni í nótt er það lagði Paragvæ að velli, 2-1, á NRG-leikvanginum í Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum.

James Rodriguez, fyrrum leikmaður Real Madrid og Bayern München, lagði upp bæði mörk Kólumbíu.

Fyrra markið gerði Daniel Munoz með skalla eftir fyrirgjöf Rodriguez áður en Jefferson Lerma bætti við öðru er hann stangaði aukaspyrnu Rodriguez í netið.

Julio Enciso, leikmaður Brighton, minnkaði muninn fyrir Paragvæ með skoti eftir fyrirgjöf Ramon Sosa, en lengra komst Paragvæ ekki og lokatölur því 2-1, Kólumbíu í vil.

Brasilía gerði á meðan neyðarlegt markalaust jafntefli gegn Kosta Ríka á SoFi-leikvanginum í Los Angeles í Kaliforníu. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í mótinu.

Leikurinn var einstefna frá fyrstu mínútu. Marquinhos kom boltanum í netið, en markið var dæmt af vegna rangstöðu og þá vildu Brassarnir fá tvær vítaspyrnur. Bruno Guimaraes sendi boltann í hönd varnarmanns Kosta Ríka og þá var Vinicius Junior tekinn niður í teignum. Dómgæslan var á löngum köflum arfaslök, Brasilíumönnum ekki til mikillar hamingju.

Þrátt fyrir algera yfirburði tókst brasilíska liðinu ekki að brjóta Kosta Ríka á bak aftur. Bruno Guimaraes fékk gott færi til að klára dæmið í uppbótartíma en skot hans rétt yfir markið. Frábært stig fyrir Kosta Ríka, en vægast sagt skelfileg byrjun hjá Brasilíu, sem er eins og alltaf með sigurstranglegustu þjóðum mótsins.

Úrslit og markaskorarar:

Kólumbía 2 - 1 Paragvæ
1-0 Daniel Munoz ('32 )
2-0 Jefferson Lerma ('42 )
2-1 Julio Enciso ('69 )

Brasilía 0 - 0 Kosta Ríka
Athugasemdir
banner
banner
banner