Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 25. júlí 2013 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Finnur Orri: Við fleygjum okkur allir í græna skýlu
Finnur Orri Margeirsson
Finnur Orri Margeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks í Pepsi-deildinni, var eðlilega í skýjunum með 0-1 sigur á Sturm Graz í Austurríki í kvöld, en Breiðablik komst þar með áfram í næstu umferð Evrópudeildarinnar.

Ellert Hreinsson skoraði sigurmark Breiðabliks í fyrri hálfleik, en samanlagt fór einvígið 0-1, Blikum í vil.

,,Það eru allir svakalega ánægðir og í mikilli sigurvímu núna. Við héldum áfram að spila agaðan varnarleik eins og við höfum gert á Íslandi og uppskárum eitt mark í fyrri hálfleik, mjög svo gott mark," sagði Finnur Orri er Fótbolti.net náði tali af honum eftir leikinn í dag.

,,Þeir áttu eitt færi, en annars var þetta nokkuð safe. Gulli átti eina mjög massíva vörslu, en við vorum rock solid fyrir framan markið og maður hafði á tilfinningunni þegar leið á seinni hálfleikinn að þeir væru ekkert að fara að skora."

,,Mjög sterkt að halda hreinu í tveimur leikjum gegn Sturm Graz og halda hreinu í fjórum Evrópuleikjum á þessu ári."


Elfar fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt gegn Sturm Graz, en fyrra spjaldið var þó afar umdeilt þar sem vitlaus maður fékk gula spjaldið. Hann fékk svo annað gula spjaldið undir lok leiks.

,,Þetta er mjög svekkjandi, Elfar er búinn að taka svakalega mikið til sín í þessum leikjum svo það verður súrt að missa hann.

Breiðablik mætir Aktobe frá Kasakstan í næstu umferð, en Aktobe sigraði einmitt FH í undankeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir fjórum árum síðan með sex mörkum samanlagt, þar af fjögur mörk í Kaplakrika.

,,Það verður hörkuferðalag. Þetta verður áhugavert, en við erum í bullandi séns, ég hef ekki séð þetta lið spila. Þeir unnu 2-0 á móti Hödd og ég frétti að norska liðið hafi fengið vítaspyrnu og mark þar hefði komið þeim áfram."

,,Það verður nært sig vel í kvöld. Við fáum okkur góða steik eftir að hafa étið gras í einhverjar 90 mínútur, það verður gott að fá sér góða steik og svo tökum við bara leikinn á sunnudaginn. Það á eftir að koma í ljós hvort þetta verði endalausar millilendingar eða eitthvað annað, við treystum fararstjórninni fullkomlega til að skipuleggja það."

,,Það verður svakalega gaman að hitta Borat. Við fleygjum okkur allir í græna skýlu og spókum okkur um á flugvellinum,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner