Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
banner
   fim 25. júlí 2019 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara sýna betri frammistöðu
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu spræka Leiknismenn í heimsókn nú í kvöld þegar flautað var til leiks í 14. umferð Inkasso deildar karla. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Njarðvíkingar haft ágætis tak á vinum sínum úr Breiðholtinu en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Leiknir R.

„Einfaldega bara svekktir. Við töpuðum bara á móti sterku Leiknisliði í dag en við áttum að gera betur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum bara ekki nógu klárir í bargdaga í dag. Þeir einhvernegin tóku okkur bara og fengu svo sem ódýrt víti þarna í fyrri en í heildina voru þeir bara sterkari." 

Njarðvíkingar hafa ekki átt sterkt sumar í deild þar sem af er en eftir fína byrjun tók við 6 leikja taphrina áður en sigurinn kom loksins en frá þeim sigri hafa komið þrír tapleikir í röð og því ekki úr vegi að spyrja hvort það sé erfitt að mótivera menn þegar á móti blæs.
„ Við nátturlega erum búnir að vera tapa leikjum og annað en við þurfum að einfaldlega halda áfram, það er ekki flókið, það er nóg eftir af season-inu og ef við leggjumst í væl núna að þá gerist ekki neitt."

Dómari leiksins fékk svolítið að heyra það í dag en hann var með skrítna línu í leiknum í dag.
„Mér fannst hann bara fá köll út um allan völl, hvort sem það var úr stúkunni eða okkur þjálfurum hinumeginn eða hverjum sem er. Hann var bara slakur í dag og mér fannst hann bara ekki ná að halda utan um leikinn í dag, því miður fyrir bæði lið."

 Njarðvíkingar eiga Keflvíkinga í næstu umferð en þá fer fram baráttan um bæinn og því ætti að vera kannski auðveldara að gíra menn upp í þann slag.
„Það er ekki erfitt að gíra menn upp, við erum að berjast um að ná í stig og við þurfum að gera það á móti Keflavík eins og á móti öllum þessum liðum og þar mætum við og ætlum okkur hluti það er ekki flókið og við þurfum að fara gera það hvort sem það er í Keflavík eða annarstaðar og við ætlum að vera öflugir þar."

Njarðvíkingar eru eftir önnur úrslit í kvöld komnir undir rauðu línuna og því kannski hægt að fara óska eftir mönnum til að stíga upp.
„Við höfum nátturlega ekkert verið mikið þar síðan við komum upp í deildina og við ætlum okkur að vera fyrir ofan hana þegar það er flautað til leiks loka en við þurfum líka bara að fara sýna betri framistöðu í heild sinni og þannig náum við stigum og sigrum þannig nei við erum ekki sáttir við að vera þar og ætlum okkur ekki að vera þar og viljum ekki vera þar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner