Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   fim 25. júlí 2019 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara sýna betri frammistöðu
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu spræka Leiknismenn í heimsókn nú í kvöld þegar flautað var til leiks í 14. umferð Inkasso deildar karla. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Njarðvíkingar haft ágætis tak á vinum sínum úr Breiðholtinu en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Leiknir R.

„Einfaldega bara svekktir. Við töpuðum bara á móti sterku Leiknisliði í dag en við áttum að gera betur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum bara ekki nógu klárir í bargdaga í dag. Þeir einhvernegin tóku okkur bara og fengu svo sem ódýrt víti þarna í fyrri en í heildina voru þeir bara sterkari." 

Njarðvíkingar hafa ekki átt sterkt sumar í deild þar sem af er en eftir fína byrjun tók við 6 leikja taphrina áður en sigurinn kom loksins en frá þeim sigri hafa komið þrír tapleikir í röð og því ekki úr vegi að spyrja hvort það sé erfitt að mótivera menn þegar á móti blæs.
„ Við nátturlega erum búnir að vera tapa leikjum og annað en við þurfum að einfaldlega halda áfram, það er ekki flókið, það er nóg eftir af season-inu og ef við leggjumst í væl núna að þá gerist ekki neitt."

Dómari leiksins fékk svolítið að heyra það í dag en hann var með skrítna línu í leiknum í dag.
„Mér fannst hann bara fá köll út um allan völl, hvort sem það var úr stúkunni eða okkur þjálfurum hinumeginn eða hverjum sem er. Hann var bara slakur í dag og mér fannst hann bara ekki ná að halda utan um leikinn í dag, því miður fyrir bæði lið."

 Njarðvíkingar eiga Keflvíkinga í næstu umferð en þá fer fram baráttan um bæinn og því ætti að vera kannski auðveldara að gíra menn upp í þann slag.
„Það er ekki erfitt að gíra menn upp, við erum að berjast um að ná í stig og við þurfum að gera það á móti Keflavík eins og á móti öllum þessum liðum og þar mætum við og ætlum okkur hluti það er ekki flókið og við þurfum að fara gera það hvort sem það er í Keflavík eða annarstaðar og við ætlum að vera öflugir þar."

Njarðvíkingar eru eftir önnur úrslit í kvöld komnir undir rauðu línuna og því kannski hægt að fara óska eftir mönnum til að stíga upp.
„Við höfum nátturlega ekkert verið mikið þar síðan við komum upp í deildina og við ætlum okkur að vera fyrir ofan hana þegar það er flautað til leiks loka en við þurfum líka bara að fara sýna betri framistöðu í heild sinni og þannig náum við stigum og sigrum þannig nei við erum ekki sáttir við að vera þar og ætlum okkur ekki að vera þar og viljum ekki vera þar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner