Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fim 25. júlí 2019 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara sýna betri frammistöðu
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu spræka Leiknismenn í heimsókn nú í kvöld þegar flautað var til leiks í 14. umferð Inkasso deildar karla. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Njarðvíkingar haft ágætis tak á vinum sínum úr Breiðholtinu en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Leiknir R.

„Einfaldega bara svekktir. Við töpuðum bara á móti sterku Leiknisliði í dag en við áttum að gera betur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum bara ekki nógu klárir í bargdaga í dag. Þeir einhvernegin tóku okkur bara og fengu svo sem ódýrt víti þarna í fyrri en í heildina voru þeir bara sterkari." 

Njarðvíkingar hafa ekki átt sterkt sumar í deild þar sem af er en eftir fína byrjun tók við 6 leikja taphrina áður en sigurinn kom loksins en frá þeim sigri hafa komið þrír tapleikir í röð og því ekki úr vegi að spyrja hvort það sé erfitt að mótivera menn þegar á móti blæs.
„ Við nátturlega erum búnir að vera tapa leikjum og annað en við þurfum að einfaldlega halda áfram, það er ekki flókið, það er nóg eftir af season-inu og ef við leggjumst í væl núna að þá gerist ekki neitt."

Dómari leiksins fékk svolítið að heyra það í dag en hann var með skrítna línu í leiknum í dag.
„Mér fannst hann bara fá köll út um allan völl, hvort sem það var úr stúkunni eða okkur þjálfurum hinumeginn eða hverjum sem er. Hann var bara slakur í dag og mér fannst hann bara ekki ná að halda utan um leikinn í dag, því miður fyrir bæði lið."

 Njarðvíkingar eiga Keflvíkinga í næstu umferð en þá fer fram baráttan um bæinn og því ætti að vera kannski auðveldara að gíra menn upp í þann slag.
„Það er ekki erfitt að gíra menn upp, við erum að berjast um að ná í stig og við þurfum að gera það á móti Keflavík eins og á móti öllum þessum liðum og þar mætum við og ætlum okkur hluti það er ekki flókið og við þurfum að fara gera það hvort sem það er í Keflavík eða annarstaðar og við ætlum að vera öflugir þar."

Njarðvíkingar eru eftir önnur úrslit í kvöld komnir undir rauðu línuna og því kannski hægt að fara óska eftir mönnum til að stíga upp.
„Við höfum nátturlega ekkert verið mikið þar síðan við komum upp í deildina og við ætlum okkur að vera fyrir ofan hana þegar það er flautað til leiks loka en við þurfum líka bara að fara sýna betri framistöðu í heild sinni og þannig náum við stigum og sigrum þannig nei við erum ekki sáttir við að vera þar og ætlum okkur ekki að vera þar og viljum ekki vera þar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner