Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júlí 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Richarlison og Digne: Ekkert mál þó leikmaður kæmi úr skápnum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Richarlison og Lucas Digne, leikmenn Everton, voru í viðtali við vefsíðu félagsins þegar talið barst að samkynhneigð í fótboltaheiminum.

Þeir voru spurðir út í viðbrögð fótboltaheimsins ef leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum í dag. Báðir voru þeir á því máli að sá leikmaður myndi fá mikinn stuðning.

„Fótboltaheimurinn er að breytast í takt við restina af heiminum. Við getum ekki haldið áfram að hugsa eins og fólk gerði fyrir 100 árum síðan," sagði Richarlison.

„Ég held ekki að það yrði vandamál hér eða annars staðar í heiminum ef leikmaður kæmi út úr skápnum. Allir eiga skilið jafnrétti og virðingu, við erum öll eins."

Það hafa aðeins tveir leikmenn komið út úr skápnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Annar þeirra er Justin Fashanu sem framdi sjálfsmorð fyrir 22 árum og hinn er Thomas Hitzlsperger.

Digne var á sama máli og liðsfélagi sinn og byggði svar sitt á eigin reynslu. Hann spilaði í frönsku, spænsku og ítölsku deildinni áður en hann gekk í raðir Everton.

„Við myndum ekki taka þessu illa. Leikmenn eru opnir, við getum spjallað um öll málefni okkar á milli. Þetta væri allt í lagi. Það er eðlilegt að vera samkynhneigður."
Athugasemdir
banner
banner
banner