Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   sun 25. júlí 2021 19:41
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasar: Virkilega sterkur einn á einn
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og KA mættust í dag í 14.umferð Pepsí Max-deildar karla. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins.

„Fyrst og fremst ánægður að hafa unnið og haldið hreinu. Annar leikurinn sem er kannski ekki okkar besti svona á vellinum en við vorum að berjast fyrir hvorn annan. Varnarleikurinn sérstaklega flottur og fáum eiginlega engin færi á okkur og kannski svolðítið heppnir að vinna í dag."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 KA

Steinþór Már Auðunsson (Stubbur) var frábær og átti nokkrar lykilvörslur í dag. Hvernig fanns Hallgrími varnarleikurinn og markvarslan í dag?

„Steinþór (Stubbur) var frábær, hann ver allavega tvisvar vel og sem ég segi bara mjög góð færi. Hann er virkilega sterkur einn á einn."

„Varnarleikurinn var ekki nógu góður. Þeir ná að breika á okkur og vinna boltann. Við getum sjálfum okkur um kennt, við vorum að spila boltanum inn í miðjuna og missa hann þar sem þeir gátu farið í sókn. Þetta var ekki frábær leikur að okkar hálfu en virkilega sterkt þrátt fyrir það að vinna og halda hreinu."

Það var mikill vindur og rigning í dag. Spiluðu aðstæður inn í?

„Já, aðstæðurnar spiluðu inn í að það var erfitt að spila góðan fótbolta en það er ekki aðstæðunum að kenna að við spiluðum verr en Leiknir."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner