banner
   sun 25. ágúst 2019 13:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Bruyne fljótastur í sögunni að leggja upp 50 mörk
Mynd: Getty Images
Leikur Bournemouth og Manchester City er í fullum gangi. Þegar fréttin er skrifuð leiðir City með einu marki gegn engu.

Sergio Aguero skoraði markið á 15. mínútu eftir að Kevin De Bruyne hitti boltann illa í skottilraun og boltinn barst til Aguero.

De Bruyne fær stoðsendingu fyrir skottilraunina og það var hans 50. stoðsending í ensku úrvalsdeildinni.

De Bruyne náði þessum 50 stoðsendingum í aðeins 123 leikjum sem eru fæstir leikir í sögu úrvalsdeildarinanr til þess að ná þeim stoðsendingafjölda.

Mesut Özil átti metið en það tók Özil 141 leik að ná 50 stoðsendingum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner