sun 25. ágúst 2019 15:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rússland: CSKA vann - Viðar Örn má ekki spila á eftir
Hörður í baráttunni við Viðar í leik Rubin Kazan og CSKA í byrjun ágúst.
Hörður í baráttunni við Viðar í leik Rubin Kazan og CSKA í byrjun ágúst.
Mynd: Getty Images
CSKA 3-0 Akhmat Grozny
1-0 Mario Fernandes ('43 )
2-0 Fedor Chalov ('66 )
3-0 Nikola Vlasic ('73 )

CSKA frá Moskvu tók á móti Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA og spilaði allan leikinn. Hörður fékk að líta gula spjaldið á 34. mínútu leiksins. Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson lék ekki með CSKA en hann er að glíma við meiðsli.

CSKA sigraði í leiknum 3-0 og er liðið sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sjö umferðir.

Núna klukkan 16:00 fer fram leikur Rostov og Rubin Kazan. Ragnar Sigurðsson er í byrjunarliði Rostov og ber fyrirliðabandið. Viðar Örn Kjartansson er ekki í liði Rubin Kazan þar sem hann er á láni frá Rostov.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner