Heung-min Son er kominn á fulla ferð með Los Angeles FC eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Tottenham fyrr í þessum mánuði.
Hann spilaði þriðja leik sinn fyrir liðið í nótt og skoraði sitt fyrsta mark. Hann kom liðinu yfir snemma leiks gegn FC Dallas þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Dallas jafnaði metin stuttu síðar og þar við sat.
Hann spilaði þriðja leik sinn fyrir liðið í nótt og skoraði sitt fyrsta mark. Hann kom liðinu yfir snemma leiks gegn FC Dallas þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Dallas jafnaði metin stuttu síðar og þar við sat.
Inter Miami var án Lionel Messi í 1-1 jafntefli gegn DC United. DC var með 1-0 forystu í hálfleik. Rodrigo De Paul, Luis Suarez og Sergio Busquets komu allir inn á sem varamenn í seinni hálfleik.
De Paul lagði upp jöfnunarmarkið á Baltasar Rodriguez.
Marco Reus lagði upp síðasta mark LA Galaxy í 3-0 sigri á Colorado Rapids. Rob Holding var ónotaður varamaður hjá Colorado en þetta var í fyrsta sinn sem hann var í hóp eftir skiptin frá Crystal Palace í sumar.
Thomas Muller skoraði dramatískt sigurmark þegar Vancouver Whitecaps lagði St. Louis City 3-2. Hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar 14 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Dagur Dan Þórhallsson spilaði 74 mínútur í 5-1 tapi Orlando City gegn Nashville SC. Orlando er í 4. sæti Austurdeildar með 47 stig, þremur stigum á eftir Nashville sem er í 3. sæti og stigi á undan Inter Miami sem er í 5. sæti og Inter á þrjá leiki til góða.
Sjáðu markið hjá Son hér fyrir neðan
FC Dallas 0-[1] LAFC - Son Heung-min free kick 6'
byu/olcni insoccer
Athugasemdir