Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: Með þrennu í sigri Einherja
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Einherji 3 - 2 KÞ
1-0 Ainhoa Olivera Fernandez ('27 )
2-0 Ainhoa Olivera Fernandez ('29 )
3-0 Ainhoa Olivera Fernandez ('47 )
3-1 Steinunn Lára Ingvarsdóttir ('50 )
3-2 Steinunn Lára Ingvarsdóttir ('85 )

Einherji vann sterkan sigur á KÞ í C úrslitum 2. deildar kvenna í gær.

Ainhoa Olivera Fernandez kom Einherja í ansi góða stöðu snemma í seinni hálfleik þegar hún skoraði sitt þriðja mark og þriðja mark liðsins.

Steinunn Lára Ingvarsdóttir klóraði í bakkann fyrir KÞ með tveimur mörkum en nær komust þær ekki.

Einherji jafnaði KÞ að stigum með 15 stig en ÍR kemur svo á eftir með 10 stig en Smári rekur lestina án stiga.

Einherji Bernadett Viktoria Szeles (m), Sara Líf Magnúsdóttir, Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Coni Adelina Ion, Amanda Lind Elmarsdóttir, Borghildur Arnarsdóttir, Montserrat Montes Del Castillo (78'), Laia Arias Lopez (81'), Ainhoa Olivera Fernandez (90'), Veronika Garabecz, Lidia Cauni
Varamenn Lorina Itoya (81'), Lilja Björk Höskuldsdóttir (90'), Ásdís Fjóla Víglundsdóttir, Tinna Líf Kristinsdóttir (78')

Ninna Björk Þorsteinsdóttir (m), Sóldís Erla Hjartardóttir, Tanja Lind Samúelsd. Valberg, Hekla Dögg Ingvarsdóttir (81'), Iðunn Þórey Hjaltalín (46'), Steinunn Lára Ingvarsdóttir, Hildur Laila Hákonardóttir, Birna Karen Kjartansdóttir, Rebekka Rós Kristófersdóttir, Þórey Hanna Sigurðardóttir, Una Sóley Gísladóttir
Varamenn Þórdís Nanna Ágústsdóttir (46) (81), Ragnheiður María Ottósdóttir
2. deild kvenna - C úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÞ 14 4 3 7 34 - 40 -6 15
2.    Einherji 14 4 3 7 26 - 43 -17 15
3.    ÍR 13 2 4 7 20 - 36 -16 10
4.    Smári 13 0 0 13 3 - 77 -74 0
Athugasemdir
banner