Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Ótrúleg dramatík á Grenivík
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Magni 2 - 1 Ýmir
0-1 Björn Ingi Sigurðsson ('56 )
1-1 Birgir Valur Ágústsson ('91 , Mark úr víti)
2-1 Viðar Már Hilmarsson ('96 )
Rautt spjald: Reynir Leó Egilsson , Ýmir ('96)

Það var ótrúleg dramatík á Grenivík þegar heimamenn í Magna fengu Ými í heimsókn.

Ýmir náði forystunni eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik. Magni fékk vítaspyrnu í uppbótatíma sem Birgir Valur Ágústsson skoraði úr og jafnaði metin.

Reynir Leó Egilsson í liði Ýmis fékk að líta gula spjaldið stuttu síðar. Viðar Már HIlmarsson skoraði síðan sigurmark Magna þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Reynir fékk síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Magni hefur unnið átta leiki í röð og er á toppnum með fjögurra stiga forystu á Hvíta riddarann sem mætir Augnablik í dag í toppslag. Ýmir er í 8. sæti með 21 stig.

Magni Einar Ari Ármannsson (m), Alexander Ívan Bjarnason, Viðar Már Hilmarsson, Aron Elí Kristjánsson, Sigurður Brynjar Þórisson (87'), Gunnar Darri Bergvinsson (68'), Garðar Gísli Þórisson (68'), Þorsteinn Ágúst Jónsson (68'), Bjarki Þór Viðarsson, Númi Kárason (68'), Sigurður Hrafn Ingólfsson
Varamenn Haukur Leo Þórðarson (68'), Kristinn Örn Ægisson (87'), Steinar Logi Þórðarson, Birkir Már Hauksson (68'), Ottó Björn Óðinsson (68'), Birgir Valur Ágústsson (68'), Steinar Adolf Arnþórsson (m)

Ýmir Benedikt Briem (m), Andri Már Harðarson (38'), Arnar Máni Ingimundarson, Alexander Örn Guðmundsson, Reynir Leó Egilsson, Emil Skorri Þ. Brynjólfsson, Tómas Orri Barðason, Steinn Logi Gunnarsson, Snorri Steinn Árnason (46'), Hrannar Þór Eðvarðsson, Baldvin Dagur Vigfússon (73')
Varamenn Theodór Unnar Ragnarsson (73), Björn Ingi Sigurðsson (46), Dagur Eiríksson (38)
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Magni 19 14 2 3 53 - 21 +32 44
2.    Hvíti riddarinn 18 13 1 4 51 - 27 +24 40
3.    Augnablik 18 11 5 2 43 - 21 +22 38
4.    Reynir S. 18 8 5 5 40 - 39 +1 29
5.    Árbær 18 8 4 6 42 - 41 +1 28
6.    Tindastóll 18 8 2 8 41 - 32 +9 26
7.    KV 18 7 4 7 57 - 44 +13 25
8.    Ýmir 19 5 6 8 31 - 33 -2 21
9.    KF 18 5 5 8 31 - 29 +2 20
10.    Sindri 18 4 4 10 26 - 38 -12 16
11.    KFK 18 4 3 11 22 - 43 -21 15
12.    ÍH 18 1 1 16 26 - 95 -69 4
Athugasemdir
banner