Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Milan tapaði gegn nýliðunum - Roma byrjar á sigri
Mynd: EPA

Tímabilið byrjar illa hjá AC Milan í Seríu A en liðið tapaði gegn Cremonese sem er nýliði í deildinni eftir að hafa unnið sér sæti í gegnum umspil á síðustu leiktíð.

Luka Modric, sem kom frá Real Madrid, og Pervis Estupinan, sem kom frá Brighton, voru í byrjunarliði Milan.

Cremonese náði forystunni þegar Federico Baschirotto skallaði boltann í netið. Undir lok fyrri hálfleiks lagði Estupinan upp skallamark á Strahinja Pavlovic og Milan jafnaði metin.

Eftir klukkutíma leik tryggði Federico Bonazzoli sigur Cremonese þegar hann skoraði stórkostlegt mark með hjólhestaspyrnu.

Brasilíumaðurinn Wesley gekk til liðs við Roma frá Flamengo fyrir tæpum mánuði síðan. Hann var hetja liðsins þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri gegn Bologna. Hann vann boltann inn á teignum og skoraði.


Milan 1 - 2 Cremonese
0-1 Federico Baschirotto ('28 )
1-1 Strahinja Pavlovic ('45 )
1-2 Federico Bonazzoli ('61 )

Roma 1 - 0 Bologna
1-0 Wesley ('53 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 1 1 0 0 2 0 +2 3
2 Cremonese 1 1 0 0 2 1 +1 3
3 Roma 1 1 0 0 1 0 +1 3
4 Genoa 1 0 1 0 0 0 0 1
5 Lecce 1 0 1 0 0 0 0 1
6 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Milan 1 0 0 1 1 2 -1 0
19 Bologna 1 0 0 1 0 1 -1 0
20 Sassuolo 1 0 0 1 0 2 -2 0
Athugasemdir
banner
banner