Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reynir Haralds spáir í 20. umferð Bestu deildarinnar
Reynir Haraldsson.
Reynir Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson er alltof góður í fótbolta.
Hallgrímur Mar Steingrímsson er alltof góður í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rauður yfirvinnudagur hjá Júlla.
Rauður yfirvinnudagur hjá Júlla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí fer alltof hátt upp eftir leik og setur inn góðan post á LinkedIn.
Aron Elí fer alltof hátt upp eftir leik og setur inn góðan post á LinkedIn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fer 20. umferð Bestu deildarinnar af stað. Einar Freyr Halldórsson, vonarstjarna Þórsara, var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð.

Reynir Haraldsson, leikmaður ÍR, spáir í leikina að þessu sinni. Umferðin er vel dreifð út af bikarúrslitum og Evrópukeppni.

KA 2 - 1 Fram (17:00 í kvöld)
Almarr Ormarsson slagurinn og hér væri ég til í að þrítryggja. Leikur sem gæti spilast 4-0 fyrir öðru hverju liðinu en á sama tíma er jafnteflislykt af þessu. Ef Gummi Júl tekur flug norður og geltir mág sinn Birni Snæ í gang þá er þetta alltaf KA sigur. Ef Hans Viktor spilar með samviskubit af því hann var alls ekki á Götubarnum kvöldið áður þá heldur KA hreinu. Fram ætla sér ekki að vera í neðri helmingnum en Hallgrímur Mar er hinsvegar alltof góður í fótbolta og KA tekur 2-1 sigur.

FH 3 - 1 ÍBV (18:00 í kvöld)
Það hlaut að koma að því að Bragi Karl hrykki í gang og hann mun alltaf skora í þessum leik. Ég þori ekki að setja annað en heimasigur á FH og Böddi Löpp ætlar sér í Evrópu.

KR 4 - 4 Stjarnan (18:00 á morgun)
Þetta er leikur sem maður tekur ekki í ipadnum með öðru auganu. Rauður yfirvinnu dagur hjá Júlla í KR vörninni. Halldór Snær kemst aftur í kexið og verður eins og hann er bestur, með smá á sér. Oliver Dagur fær mínútur. Gummi Ben snýst hugur og verður harður gervikraskall. Absolute cinema.

Víkingur R. 3 - 0 Vestri (18:00 á þriðjudag)
Ásgeir Frank slagurinn og spurning hvor megin hann verður í stúkunni. Bikarþynnka hjá Vestra eftir að þeir taka titilinn og Víkingur dettur í gang. Mörkin skora Sveinn Gísli, Niko Hansen og Gylfi.

Valur 2 - 3 Afturelding (19:15 á þriðjudag)
Djarfur. Margir að spá Aftureldingu niður. Munurinn á Aftureldingu og öðrum liðum sem hafa verið í fallbaráttu er að Afturelding spilar ekki tilviljunarkenndan fótbolta og það mun koma að því að þeir vinni leik. Valsmenn eru hinsvegar staðráðnir í að snúa við genginu eftir tapið í Eyjum en Aron Jó verður alltof reiður á miðsvæðinu. Aron Elí fer alltof hátt upp eftir leik og setur inn góðan post á LinkedIn sem ég mun henda á eitt gott ‚celebrate‘.

ÍA 1 - 2 Breiðablik (17:00 þann 11. september)
Fimmtudagskvöld á Akranesi og grasið verður extra þungt. Ég hef fengið krampa á 54. mínútu á þessu grasi. Hentar blikum mjög illa að spila í þessum aðstæðum en munurinn á jafntefli og sigri í þessum leik verður Höskuldur Gunnlaugsson.

Fyrri spámenn:
Ási Haralds (5 réttir)
Eggert Aron (5 réttir)
Aron Guðmunds (4 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Adam Árni (2 réttir)
Gummi Júl (2 réttir)
Valur Gunnars (2 réttir)
Hinrik Harðar (2 réttir)
Einar Jónsson (2 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Einar Freyr (2 réttir)
Andrea Rut (1 réttur)
Kári Sigfússon (1 réttur)
Leifur Þorsteins (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
6.    FH 19 7 4 8 36 - 31 +5 25
7.    Fram 19 7 4 8 28 - 26 +2 25
8.    ÍBV 19 7 3 9 20 - 26 -6 24
9.    KR 19 6 5 8 40 - 41 -1 23
10.    KA 19 6 5 8 21 - 35 -14 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner
banner