Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigur í fyrsta leik Kötlu með Fiorentina
Kvenaboltinn
Mynd: Fiorentina

Katla Tryggvadóttir gekk til liðs við Fiorentina frá Kristianstad fyrr í þessum mánuði. Hún var mætt í byrjunarliðið í dag liðið lagði Como 2-0 í ítalska bikarnum.

Liðin eru með Inter og Genoa í riðli en Inter vann Genoa 2-1 í gær. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í markinu hjá Inter en Karólína Lea Vilhjálsmdóttir var ónotaður varamaður.


Sigdís Eva Bárðardóttir var á bekknum þegar Norrköpiing vann Hacken 3-1 í sænsku deildinni. Fanney Inga Birkisdóttir var á bekknum hjá Hacken.

Hacken er í 3. sæti með 33 stig eftir 15 umferðir en Norrköping er með 21 stig í 7. sæti.


Athugasemdir
banner
banner