Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hringdi í Arteta og skipti um skoðun - „Sýnir hversu mikið hann vildi koma"
Mynd: Arsenal
Eberechi Eze gekk til liðs við Arsenal í gær en síðustu viku benti allt til þess að hann væri að ganga til liðs við Tottenham.

The Athletic greindi hins vegar frá því að Eze hafi hringt í Mikel Arteta og spurt hann hvort það væri möguleiki á því að Arsenal hefði áhuga á að fá hann.

Arteta var spurður út í símtalið eftir sigur liðsins gegn Leeds í gær.

„Það sýnir hversu mikið hann vildi koma. Þetta getur verið mjög erfitt því þú vilt vera mjög opinn og gegnsær vil leikmenn. Þeir verða að taka ákvörðun um ferilinn. Ég er í skýjunum með að fá hann. Maður sér hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir hann og alla fjölskylduna," sagði Arteta.

„Vertu velkominn í fjölskylduna okkar og ég er viss um að við munum eyða góðum tímum saman."

Eze var í akademíu Arsenal til 13 ára aldurs áður en félagið ákvað að láta hann fara. Það var alltaf draumur hjá honum að snúa aftur og er draumurinn núna orðinn að veruleika.
Athugasemdir
banner