Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inter skoraði fimm - Jafnt í Údíne
Mynd: EPA
Mynd: Inter
Það fóru tveir leikir fram í ítalska boltanum í dag þar sem Udinese og Verona skildu fyrst jöfn í Údíne áður en stórveldi Inter rúllaði yfir Torino á heimavelli.

Liðin mættust í fyrstu umferð á nýju deildartímabili og var allt jafnt í tíðindalitlum leik í Údíne. Thomas Kristensen og Suat Serdar skoruðu sitthvort skallamarkið í 1-1 jafntefli.

Síðari hálfleikurinn bauð upp á þokkalega skemmtun þar sem þrjú sláarskot litu dagsins ljós, en að lokum var jafntefli sanngjörn niðurstaða.

Í Mílanó komst Inter í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Alessandro Bastoni og Marcus Thuram skoruðu mörkin eftir undirbúning frá Nicoló Barella og nýja miðjumanninum Petar Sucic, sem kom til félagsins í sumar úr röðum Dinamo Zagreb í Króatíu.

Fyrirliðinn Lautaro Martínez setti þriðja markið snemma í síðari hálfleik, áður en Thuram bætti fjórða markinu við og Ange-Yoan Bonny kom svo inn af bekknum til að skora fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0.

Það var ekki svona mikill munur á liðunum innan vallar. Inter nýtti færin sín gífurlega vel og fengu gestirnir einnig flott færi, sem fóru þó öll forgörðum.

Udinese 1 - 1 Verona
1-0 Thomas Kristensen ('53 )
1-1 Suat Serdar ('73 )

Inter 5 - 0 Torino
1-0 Alessandro Bastoni ('18 )
2-0 Marcus Thuram ('36 )
3-0 Lautaro Martinez ('52 )
4-0 Marcus Thuram ('62 )
5-0 Ange-Yoan Bonny ('72 )
Athugasemdir
banner