Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bilic þarf að greiða rúmar 1,4 milljónir í sekt
Slaven Bilic, stjóri West Brom.
Slaven Bilic, stjóri West Brom.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Slaven Bilic, knattspyrnustjóra West Brom, um 8 þúsund pund fyrir orðaskipti hans við Mike Dean, dómara.

Bilic fékk reisupassann frá Dean í 5-2 tapi West Brom gegn Everton um síðustu helgi. Bilic fór að Dean eftir að flautað var til hálfleiks og reyndi að ræða við hann, en þá lyfti Dean rauða spjaldinu.

„Ef það er til upptaka þá sést að ég kvarta í dómaranum, mér finnst ég hafa rétt á því sem stjóri. Það var hálfleikur, leikurinn var stopp. Ég kom til hans en Mike Dean ætlaði að fara," sagði Bilic eftir leikinn gegn Everton.

„Ég er viss um að ég blótaði ekki heldur spurði bara um útskýringu á fyrsta markinu. VAR skoðaði þetta í langan tíma og það ætti að sjást að um leikbrot er að ræða. Það eru átta augu sem horfa á þetta atvik fimm sinum og þau hljóta að sjá það. Ég sem stjóri vildi fá útskýringu og finnst ég eiga rétt á því að fá að ræða hlutina en svo var greinilega ekki."

Bilic fær ekki bann en hann þarf samt að greiða rúmar 1,4 milljónir íslenskra króna í sekt.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner