Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Enskur táningur í byrjunarliði Valencia
Yunus Musah.
Yunus Musah.
Mynd: Getty Images
Á dögunum varð Yunus Musah, sautján ára miðjumaður, fyrsti enski leikmaðurinn til að spila fyrir Valencia. Hann var í byrjunarliðinu í 4-2 sigri gegn Levante í La Liga deildinni á spáni þann 13. september.

Hann varð þá yngsti erlendi leikmaðurinn sem spilar fyrir Valencia. Hann var svo aftur í byrjunarliðinu í 2-1 tapi gegn Celta Vigo á laugardag.

Valencia missti lykilmenn fyrir þetta tímabil og stjóri liðsins Javi Gracia, áttundi stjóri Valencia síðan 2014, hefur þurft að leita til yngri leikmanna.

Musah var í skýjunum eftri að hafa byrjað í sigrinum gegn Levante.

„Ég var ótrúlega ánægður. Ég gat ekki hætt að brosa og hringdi í foreldra mína. Ég vil þakka öllum sem hafa hjálpað mér að upplifa þessa stund," sagði Musah.

Musah hefur verið fyrirliði yngri landsliða Englands, frá U15 til U18 landsliðanna. Hann má þó einnig leika fyrir Gana, Ítalíu og Bandaríkin.

Hann er af ganverskum uppruna en fæddist í New York og bjó svo á Ítalíu þar til hann varð níu ára gamall. Eftir að fjölskyldan flutti til London 2012 fór hann í akademíuna hjá Arsenal þar sem hann var í sjö ár áður en hann fór til Valencia.

Hann býr yfir frábærri sendingatækni, sköpunarmætti og hraða og er samningsbundinn Valencia til haustsins 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner