Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. september 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Dani Alves ætlar að finna sér nýtt félag eftir áramót
Dani Alves
Dani Alves
Mynd: Getty Images
Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves er án félags og verður það til áramóta en hann segir á Instagram að hann ætli að bíða rólegur og sjá hvað býðst á nýju ári.

Alves er 38 ára gamall og á met yfir flesta titla á atvinnumannaferlinum en hann bætti bikar í skápinn í sumar er hann vann Ólympíuleikana með brasilíska landsliðinu.

Hann samdi við brasilíska félagið Sao Paulo árið 2019 eftir að hafa spilað með Sevilla, Barcelona, Paris Saint-Germain og Juventus í Evrópu, en rifti samningnum fyrir nokkrum dögum vegna vangoldinna launa.

Alves er ekki að flýta sér að finna sér nýtt félag en hann mun skoða stöðuna eftir áramót. Möguleiki er á að hann fari aftur til Evrópu eftir að hafa upplifað drauminn að spila þann æskudraum að spila með Sao Paulo.

Markmið hans er að fara með brasilíska landsliðinu á HM í Katar áður en hann leggur skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner