Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. september 2021 14:25
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær ósáttur með markið: Hann var rangstæður!
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær. knattspyrnustjóri Manchester United, var afar ósáttur með markið sem Aston Villa skoraði gegn liðinu í 1-0 tapinu á Old Trafford í dag.

Kourtney Hause skoraði með skalla eftir hornspyrnu Douglas Luiz en Solskjær vildi fá rangstöðu í markinu.

Ollie Watkins var utan í David De Gea þegar Hause hoppaði upp í boltann og skallaði í átt að marki. Solskjær vildi því meina að það hefði átt að flagga á Watkins sem var inn fyrir þegar hann stóð hjá De Gea.

„Þú getur tekið þessu ef þú færð gott mark á þig en þetta er rangstaða. Hann snerti David um leið og hann skallar boltannn. Ég skil ekki hvernig þetta er mark og Leicester fær ekki sín mörk. Ég sé ekki samræmið, því þetta er klárlega rangstaða," sagði Solskjær.

Man Utd fékk vítaspyrnu í uppbótartíma en Bruno Fernandes þrumaði knettinum yfir.

„Ég er ekki búinn að sjá þetta en við fengum ekkert út úr því hvort sem er svo ég get ekki talað um það en við missum af tækifæri til að fá stig."

Leikmenn Villa umkringdu Fernandes fyrir vítið og virtist það hafa einhver áhrif.

„Ég ætlaði ekki að nefna það en þetta er ekki rétt að gera þetta svona. Þetta ætti að vera gult spjald á einhvern en þeir fengu það sem þeir vildu," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner