Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. september 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Milan vill innleiða körfuboltareglu
Stefano Pioli
Stefano Pioli
Mynd: Getty Images
Stefano Pioli, þjálfari ítalska félagsins Milan, er með sterkar skoðanir á því hvernig fótbolti á að vera spilaður en hann var með nokkrar hugmyndir um nýjar reglur sem gætu komið að notum.

Pioli líkaði mjög vel við þá tímabundnu reglu að leyfa á fimm skiptingar þegar fótboltinn fór aftur af stað eftir fyrstur bylgjurnar í faraldrinum.

Hann var þá með frekari hugmyndir um hvernig hægt er að gera fótbolta skemmtilegri en hann vill bæta við þekktri reglu úr körfuboltanum.

„Ef ég fengi að ráða þá myndi klukkan stöðvast þegar boltinn fer úr leik og það væri hægt að taka leikhlé í fyrri hálfleik," sagði Pioli, en hann var væntanlega að vísa í leik liðsins við Juventus þar sem boltinn var aðeins í leik 48 mínútur af 95 mínútum.

Hann vill þá bæta við þeirri reglu að þegar leikmenn eru komnir yfir miðju þá megi þeir ekki senda boltann aftur fyrir miðju, svipað og er í körfuboltanum.

„Ef þú vilt sjá meiri sóknarbolta í nútímafótbolta komið þá með reglu að þegar þú ert komin yfir miðju þá er bannað að senda aftur fyrir miðju," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner