Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 25. september 2021 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thomas Frank: Stórt stig fyrir okkur en við vildum vinna
Thomas Frank.
Thomas Frank.
Mynd: Getty Images
Danski knattspyrnustjórinn Thomas Frank var mjög sáttur með jafntefli sinna manna í Brentford gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við gáfum einu besta liði Evrópu alvöru samkeppni. Við unnum vel fyrir stiginu og vorum mjög hugrakkir allan leikinn," sagði Frank að leik loknum.

„Liverpool eru hættulegastir í skyndisóknunum og þeir senda svo marga leikmenn fram völlinn. Við viljum fara hátt upp völlinn og sýna hugrekki en stundum vorum við alltof opnir."

„Bæði lið vildu vinna. Við vitum að þetta er stórt stig fyrir okkur en við vildum vinna, og Liverpool vill alltaf vinna. Við vildum reyna að spila boltanum aðeins meira í heildina, en við vorum að spila gegn einu besta pressuliði Evrópu."

Lokatölur 3-3 og er Brentford í níunda sæti með níu stig. Það er frekar flott hjá nýliðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner