sun 25. september 2022 08:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Slúður í íslenska boltanum: Áhugi FH á Sindra og snýr Heimir heim?
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur.
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um ýmsar slúðursögur sem heyrast í íslenska boltanum.

- Meðal þeirra er að FH hafi áhuga á Sindra Kristni Ólafssyni, markverði Keflavíkur. Sindri er 25 ára og hefur verið einn besti markvörður Bestu deildarinnar í sumar. Hjá FH er Gunnar Nielsen kominn á bekkinn og Atli Gunnar Guðmundsson hefur verið aðalmarkvörður síðustu vikurnar.

- Það heyrast sögur af því að KR-ingar ætli að hrista til hjá sér og slúður um að Heimir Guðjónsson gæti snúið heim í KR og tekið við liðinu, Rúnar Kristinsson myndi þá breyta um starf og yrði yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.



Sett er spurningamerki við þessa sögu í ljósi þess að Lúð­vík S. Georgs­son, for­maður aðal­stjórnar KR, talaði um slæma fjárhagsstöðu knattspyrnudeildarinnar á dögunum.

- Kjartan Kári Halldórsson og Luke Rae leikmenn Gróttu munu væntanlega fara og eru eftirsóttir. Stjarnan reyndi að fá þá báða í sumarglugganum og gæti gert aðra tilraun.

- Ejub Purisevic ku stefna aftur í meistaraflokksþjálfun. Ejub er væntanlega á blaði hjá öllum félögum sem hyggjast skipta um þjálfara. Það virðist benda til þess að þjálfaraskipti verði hjá Grindavík og gætu þeir reynt við Ejub.

Fleiri slúðursögur voru til umfjöllunar í útvarpsþættinum en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Stóru fréttirnar að norðan, landsliðin og bestir í Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner