Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 25. september 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður Björgvin meiddist - Kristian spilaði í jafntefli
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hörður Björgvin Magnússon og Kristian Nökkvi Hlynsson voru í byrjunarliðum Panathinaikos og Jong Ajax í dag.


Panathinaikos tók á móti AEK í stórleik í efstu deild gríska boltans en Hörður Björgvin þurfti skiptingu eftir fjögurra mínútna leik vegna meiðsla.

Filip Djuricic tók forystuna fyrir Panathinaikos en Grikklandsmeistararnir svöruðu með tveimur mörkum og unnu 1-2.

Kristian lék þá fyrstu klukkustundina í 1-1 jafntefli gegn Eindhoven FC í B-deild hollenska boltans. Honum var skipt út í stöðunni 1-0 en gestirnir frá Eindhoven gerðu jöfnunarmark í uppbótartíma.

Þetta er aðeins annað stigið sem Jong Ajax krækir í eftir sjö umferðir á nýju tímabili.

Panathinaikos 1 - 2 AEK

Jong Ajax 1 - 1 Eindhoven FC


Athugasemdir
banner
banner