Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   mán 25. september 2023 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Miðað við þessi fræði þá ætti hann ekki að ná neinu sem eftir er"
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen var ekki í leikmannahópi Fylkis þegar liðið mætti KA í Bestu deildinni í gær. Óli Kalli glímir við meiðsli í læri og er ólíklegt að hann nái að spila meira á þessu tímabili.

Þrír leikir eru eftir af tímabilinu, tæpar tvær vikur. Fylkir er í mikilli fallbaráttu, stigi fyrir ofan Fram og ÍBV. Óli Kalli hefur verið í stóru hlutverki á tímabilinu og því um blóðtöku að ræða fyrir liðið.

Hann hefur skorað fimm mörk í sumar, einu marki minna en Benedikt Daríus Garðarsson sem er markahæstur.

„Þetta eru bara úrslitaleikir. Við eigum HK núna sem eru þarna rétt fyrir ofan okkur og síðan eigum við Keflavík og Fram eftir. Þetta er bara bullandi barátta og við þurfum bara að einbeita okkur að einum leik í einu og við þurfum að eiga góðan leik á móti HK," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið gegn KA í gær.

Hann var spurður hvort Óli Kalli yrði meira með á tímabilinu.

„Það er bara erftt að segja, hann er meiddur framan í læri. Svona miðað við þessi fræði þá ætti hann ekki að ná neinu sem eftir er, en við sjáum til," sagði Rúnar
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 12 5 10 42 - 45 -3 41
2.    Fylkir 27 7 8 12 43 - 55 -12 29
3.    HK 27 6 9 12 41 - 55 -14 27
4.    Fram 27 7 6 14 40 - 56 -16 27
5.    ÍBV 27 6 7 14 31 - 50 -19 25
6.    Keflavík 27 2 10 15 27 - 54 -27 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner