Íslandsmeistaratitill Víkings var tryggður í gær þegar Val mistókst að vinna KR. Halldór Smári Sigurðsson varnarmaður Víkings var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn og gaf þar aðeins innsýn inn í meistaraliðið.
Hann var spurður út í þróun Arnars Gunnlaugssonar í þjálfarahlutverkinu og segir að með hjálp Sölva Geirs Ottesen og Kára Árnasonar hafi hann bætt sig mikið.
Hann var spurður út í þróun Arnars Gunnlaugssonar í þjálfarahlutverkinu og segir að með hjálp Sölva Geirs Ottesen og Kára Árnasonar hafi hann bætt sig mikið.
„Arnar vissi alltaf nákvæmlega hvað hann vildi og ég held að það hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrir hann að fá svo Sölva og Kára. Varnarþátturinn er ekki síður mikilvægur og ég held að þeir hafi komið með mjög mikilvæga þætti hvað það varðar," segir Halldór Smári.
„Í dag er Arnar alhliða frábær þjálfari og með þekkingu á báðum hliðum, varnar- og sóknarlega. Hann er fljótur að pikka upp nýjungar. Á glærufundum fyrir leik er kannski eitthvað úr leik hjá City eða Brighton sem var deginum á undan. Hann er að sýna okkur það. Hann er mjög framsækinn og 'The sky is the limit' á við hjá honum."
„Arnar er rosalega góður að koma upplýsingum frá sér til leikmanna. Það er eitt að vera með þetta í hausnum á sér og svo annað að koma þessu til okkar. Hann er mjög góður í því að koma þessu til skila og er snöggur að bregðast við í leikjum, hann hikar ekki við það."
Sérfræðingur í föstum leikatriðum
Sölvi Geir Ottesen varð aðstoðarþjálfari Arnars eftir að hafa lagt skóna á hilluna og hefur fundið sig vel í því hlutverki. Talað hefur verið um Sölva sem einn óvæntasta þjálfarann í íslenska boltanum.
„Það kom mér kannski á óvart hversu fljótt þetta gerðist. Ég vissi að hann myndi vilja vera eitthvað í kringum fótboltann en ég bjóst ekki við að hann myndi koma strax inn um leið og hann hætti. Þetta hefur gerst svo hratt og hann er að spá í þessu allan daginn," segir Halldór.
Sölvi hefur náð sér í gríðarlega þekkingu frá sínum ferli og Halldór segir hann hugsa út í öll smáatriði. Hann er algjör sérfræðingur í föstum leikatriðum og Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðsins fékk hann sem aðstoðarmann, til að sjá um varnarleik og föst leikatriði.
„Ég held að Davíð hafi komið honum í samband við Set-Piece þjálfarann hjá Brentford. Þeir voru að tala saman um daginn og ýmislegt sem hefur farið þar á milli. Sölvi er allur inn í þessu og fókusinn alveg þarna," segir Halldór Smári.
Verður Sölvi fyrsti kostur á blaði ef Arnar fer annað?
„Sölvi var á hliðarlínunni þegar Arnar var í banni, eins og frægt er. Í Valsleiknum fer ég út af í hálfleik og fylgdist með honum, ég hugsaði að hann væri alveg klár í þetta. Ef Arnar fær eitthvað annars staðar (tilboð erlendis), sem ég held að sé tímaspursmál, þá held ég að Sölvi sé klár í þetta."
Athugasemdir